Lektor er staða innan margra evrópskra háskóla. Á Íslandi er lektor lægsta gráða fastráðinna háskólakennara, á eftir lektorum koma dósentar og prófessorar. Starfsheitinu svipar til hins bandaríska assistant professor.
Orðið kemur frá latínu og merkir „sá sem les“.